Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu 3ja herbergja parhús ásamt bílskúr að Kjóalandi 13 Garði.  Um er að ræða búseturétt hjá Búmönnum. Búseturétturinn er ekki bundinn aldri.
SELJANDI SKOÐAR SKIPTI.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi. Eikar innrétting með góðu skápa og vinnuplássi.
Stofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Herbergin tvö með parketi á gólfum, fataskápar eru í þeim báðum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Eikar innrétting og sturta.
Þvottahús með flísum á gólfi. Frá þvottahúsi er gengið inn í bílskúr með máluðu gólfi. Frá skúr er útgengt á baklóð.

Alrými eignarinnar er opið og bjart. Lóð er frágengin á snyrtilega hátt. Bílaplan og stétt hellulagt, í því er hitalögn.  Á baklóð er veraönd.

Búsetugjald á mánuði er 197.000 kr. Nánar um búseturétt á www.bumenn.is 
 
Hvað er innifalið í mánaðargjöldum?
Sá sem kaupir búseturétt í íbúð Búmanna, greiðir mánaðarlega svonefnt mánaðargjald sem skrifstofa félagsins reiknar út. Innifalið í mánaðargjaldinu er nánast allur kostnaður við að búa í íbúðinni. Nefna má afborganir lána, fasteignagjöld, tryggingar og viðhaldssjóð. Í mánaðarlegu búsetugjaldi er greitt sérstaklega í viðhaldssjóð. Sjóðurinn er fyrir ytra viðhald húsa s.s. vegna sameignar, veggja, þaka, glugga, svala, lagna og ófyrirséðara atvika sem ekki verður rakið til búseturétthafa. 

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Kjóaland

250 - Garður
7.900.000 kr.
Tegund: Raðhús
Stærð: 124fm
Herbergi: 3
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2008
Stofur: 1
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 35.050.000
Brunabótamat: 42.630.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin