Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir 170,5 fm. 4-5 herbergja parhús með bílskúr, í byggingu, við Lyngholt 5 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eignin er skráð 170,5 fm. þar af parhús 143,3 fm. og bílskúr 27,2 fm. 
Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, geymslu með gluggan sem hægt er að nota sem herbergi, baðherbergi, þvottahús, forstofu, eldhús, stofu, borðstofu í opnu rými og bílskúr.


*Eignin afhendist á byggingarstigi 5, tilbúin til innréttinga samkvæmt skilalýsingu seljanda í nóvember 2021

Skilalýsing er eftirfarandi:
Utanhúss:

Parhús á einni hæð með bílskúr byggt úr forsteyptum einingum. Útveggir eru klæddir forsteyptri veðurkápu að utanverðu og verða húsin afhent ómáluð. Þak er varið með PVC dúk með malarfargi.
Á lóðinni er gert ráð fyrir 2 bílastæðum og sorpskýli fyrir 3 sorpílát. Lóð er skilað í því ástandi sem hún er í við skoðun. Þakrennur, niðurföll og þakkantur frágengin. Ál/tré gluggar með tvöföldu K-gleri, tré inngangshurðar/svalahurðar og hvít bílskúrshurð.
Innanhúss:
Eignin skilast tilbúin til innréttinga samkvæmt byggingarstigi 5 ÍST 51;2001. Loft: Sparslað og grunnað. Gólf eru steypt án endanlegrar spörtlunar/flotunar, skilast í því ástandi sem þau eru við skoðun. Innveggur: Uppsettir samkvæmt teikningu, léttir innveggir klæddir með tvöföldu lagi af gifsplötum, sparstlaðir og grunnaðir. Rafmagn: Inntak og rafmagnstafla uppsett og tengd. Rafmagn dregið í tengla og ljós (tenglar og slökkvarar fylgja ekki).
Frágangur neyslu og fráveitulagna er miðaður við samþykktar skipulagsteikningar. Pípulagnir: Inntak hita og neysluvatns klárt. Ofnhitakerfi tengt og frágengið. Neysluvatn lagt í gölf og veggi samvkæmt teikningum. Hita-, rafmagns og vatnslagnir eru lagðar í gólfplötu og veggi samkvæmt teikningum. Hita-, rafmagns og vatnslagir eru lagðar í gólfplötu og veggi samkvæmt teikningum. Húsið er hitað upp með hefðbundnu ofnakerfi. Hámarkshiti á heitu Hámkarkshiti á heitu vatni er 60°C. Stofninntök neysluvatnslagna tengd og full frágengin. Pípur fyrir raf- og boðlagnir eru miðaðar við samþykktar skipulagsteikningar. Heimtaugar rafmagns og boðtauga skulu tengdar og frágengnar.

Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd. Seljandi greiðir heimtaugagjöld fyrir rafmagn og hita, en kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótarmat. Kaupandi skal fá nýja byggingastjóra og meistara að verkinu við afhendingu og sér um úttektir eftir afhendingu eignar.
Allar byggingarteikningar afhendast samþykktar frá Sveitafélaginu Vogum til kaupanda. Kaupandi greiðir fyrir allar breytingar á teikningum sem hann kann að óska eftir.

​​​​​Allar nánari upplýsingar veita:
Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]
Thelma Hrund Tryggvadóttir Löggiltur fasteignasali í síma 824-6402 eða [email protected]


​​​​​​Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Lyngholt

190 - Vogar
64.900.000 kr.
Tegund: Parhús
Stærð: 170fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Fasteignamat: 6.560.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin

Villa kom upp: (144) Table './webedpro/Counter' is marked as crashed and last (automatic?) repair failed