Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu fallega 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð að Bogabraut 962 í Reykjanesbæ.  

Eignin var mikið endurnýjuð árið 2020. Harðparket á gólfum er frá Parka sem og hurðar og fataskápar. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar frá Álfaborg. Innrétting á baði og eldhúsi frá Parka.  Rafmagn hefur verið endurnýjað og eru rofar og tenglar nýir. Einnig er búið að endurnýja rafmagnstöflur.  Búið er að skipta um neysluvatns lagnir, ofnalagnir og ofna. Blokkin er einangruð að utan og með ál klæðningu. 

Nánari lýsing :
Forstofa
með með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi og stílhrinni hvítri innréttingu með helluborði, ofni og viftu. Þar er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. 
Stofa / sjónvarpshol með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum, fataskápar eru í báðum herbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Þar er hvít innrétting og sturta.

Þvottaaðstaða er  hæðinni og er sameiginlegt fyrir þrjár íbúðir. Sér geymsla er í sameign, þar er epoxylakk á gólfi.  Sameign er mjög snyrtileg, á gólfum eru vínil dúkur og teppi.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Bogabraut

262 - Reykjanesbær
42.000.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 98fm
Herbergi: 3
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1970
Stofur: 1
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 39.050.000
Brunabótamat: 39.900.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin