Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu gott einbýlishús ásamt bílskúr að Kirkjubraut 35 í Njarðvík. Eignin er á eignarlóð.

Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Þak var málað fyrir tveimur árum og búið er að skipta um glugga og hurðar. 


Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi, þar er fataskápur.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými. Þar eru flísar á gólfi. Frá stofu er útgengt í sólstofu, þar er hiti í gólfi. Frá sólstofu er útgengt á verönd, þar er yfirbyggð grill aðstaða. Í eldhúsi er stílhrein innrétting með eyju. Gott skápa og vinnupláss, bakarofn í vinnuhæð og gert er ráð fyrir uppþvottavél. Hiti er í eldhúsgólfi að mestu.  Frá eldhúsi er útgengt á litla verönd við gafl hússins þar sem morgun sólin kemur.  Granít er á borðum í eldhúsi ásamt gluggakistum í alrými eignarinnar.  
Herbergisgangur með flísum á gólfi. 
Hjónaherbergi með dúk á gólfi, þar er skápur.
Barnaherbergin eru tvö en voru áður þrjú, auðvelt er að breyta því aftur. Á þeim er parket, skápur í öðru þeirra. Í hinu er kamina. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er sturta, handklæðaofn og nýleg innrétting.
Þvottahús með epoxý á gólfi.
Bílskúr er fullfrágenginn. Þar er epoxý á gólfi og hurðaopnari. Innst í skúrnum er sturtu aðstaða og gufubað. Þaðan er útgengt á nýlega verönd með heitum potti sem er yfirbyggður með garðkúlu frá Jóni Bergssyni sem hægt er að opna á alla kanta. Meðfram hlið skúrsins, garð megin er létt viðbygging sem nýtt er sem geymsla.

Alllar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Kirkjubraut

260 - Njarðvík
88.500.000 kr.
Tegund: Einbýli
Stærð: 183fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1977
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 78.650.000
Brunabótamat: 79.200.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin