PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu þriggja herbergja búð á jarðhæð.
Íbúðin er merkt 0102 og er skráð 74,3 fm þar af er geymsla skráð 4,3 fm.
Eigninni fylgir 21,5 fm sérafnotaréttur á baklóð sem er afgirt.
Nánari lýsing:
Forstofa. Hol með skápum.
Eldhús og stofa í björtu alrými, útgengt á rúmgóða sér verönd með skjólveggjum.
Eldhús er með grárri innréttingu, helluborð með viftu yfir, ofn, innbyggð uppþvottavél og kvartzsteins borðplata. Ísskápur fylgir með.
Svefnherbergin eru tvö, skápar í báðum herbergjum og parket á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, sturtu og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni íbúðarinnar er harðparket og flísar.
Sér geymsla er í sameign hússins sem og sameiginleg vagna og hjólageymsla. Sérmerkt bílastæði. Hleðslustöð er við sameiginleg bílastæði utan við húsið.
Stutt er í nýlegan og glæsilegan grunnskóla (Stapaskóli), leikskóla, íþróttahús og sundlaug.
Allar nánari upplýsingar veita:
Hákon Ó. Hákonarson
Löggiltur fasteignasali
420-4030 / 899-1298
[email protected]
Lilja Valþórsdóttir
Löggiltur fasteignasali
420-4030 / 860-6886
[email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Dalsbraut
260 - Njarðvík
53.500.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 74fm
Herbergi: 3
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2019
Stofur: 1
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 45.850.000
Brunabótamat: 40.650.000